Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæði Í5 á Húsavík

Málsnúmer 202402030

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 181. fundur - 13.02.2024

Fyrir liggur tillaga að breytingu deiliskipulags íbúðarsvæðis Í5 á Húsavík. Breyting felur í sér að gatan Stórigarður er færð um 4,3 m lengra frá íbúðarhúsinu Ásgarði í ljósi athugasemda húseigenda við gildandi deiliskipulag. Við breytinguna minnka óbyggðar lóðir að Stóragarði 22 og 24 lítillega.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur framlagða skipulagstillögu víkja óverulega frá gildandi deiliskipulagi. Jafnframt telur ráðið að breytingin varði ekki aðra á þessu stigi en eigendur Ásgarðs. Ráðið telur því að líta megi á breytingartillöguna sem óverulega með hliðsjón af ákvæðum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna breytinguna eigendum Ásgarðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 187. fundur - 23.04.2024

Nú er lokið grenndarkynningu vegna breytinga á deiliskipulagi íbúðarsvæðis Í5 á Húsavík. Breytingin felst í að færa götuna Stóragarð lengra frá íbúðarhúsinu Ásgarði. Aðeins ein umsögn barst, frá Valgeiri Kristinssyni lögmanni f.h. Marteins Péturssonar, Ingvars Kristjáns Marteinssonar og Péturs Lúðvíks Marteinssonar. Gerð er athugasemd við að heimila eigi allt að fimm hæða stórhýsi við túnfótinn að Ásgarði. Gerð er krafa um uppgjör á erfðafesturéttindum áður en hafist er handa við framkvæmdir á Ásgarðstúni.
Skipulagsbreytingin snýr eingöngu að því að færa götuna Stóragarð lengra frá Ásgarði og felur ekki í sér breytingar á hæðum húsa. Það er heldur ekki deiliskipulagsins að fjalla um uppgjör réttinda. Skipulags- og framkvæmdaráð telur því fram komnar athugasemdir ekki gefa tilefni til að breyta skipulagstillögunni.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt.

Sveitarstjórn Norðurþings - 144. fundur - 02.05.2024

Á 187. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulagsbreytingin snýr eingöngu að því að færa götuna Stóragarð lengra frá Ásgarði og felur ekki í sér breytingar á hæðum húsa. Það er heldur ekki deiliskipulagsins að fjalla um uppgjör réttinda. Skipulags- og framkvæmdaráð telur því fram komnar athugasemdir ekki gefa tilefni til að breyta skipulagstillögunni.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.