Fara í efni

Tillaga um lækkun á gjaldskrár OH

Málsnúmer 202404046

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 252. fundur - 22.04.2024

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur eftirfarandi tillaga:

Undirritaður leggur til að gjaldskrárhækkun Orkuveitu Húsavíkur ohf verði lækkuð úr 5,0% í 3,5% fyrir árið 2024. Þetta er í samræmi við tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga til sveitarfélaga sem lögð voru fram í tengslum við nýlega samþykkta kjarasamninga á vinnumarkaði sem miða að lækkun á verðbólgu og vöxtum. Orkuveitan er auk þess í góðri stöðu til að lækka aðeins gjaldskrárhækkun til íbúa sveitarfélagsins í ljósi mjög sterkrar fjárhagslegrar stöðu".

Valdimar Halldórsson.
Undanfarin ár hefur stjórn Orkuveitu Húsavíkur meðvitað haldið verðhækkunum í lágmarki og þar af leiðandi hafa hækkanir verið mjög hóflegar. Hækkanirnar hafa verið það hóflegar að þær hafa ekki náð að halda í við hækkun vísitölu og almenna þróun verðlags. Síðasta gjaldskrárhækkun var engin undantekning og er því svo komið að verðskrá Orkuveitu Húsavíkur fyrir heitt vatn er sú lægsta á norðurlandi eystra samkvæmt mælaborði Byggðastofnunar.

Það er mat meirihlutar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. að ekki sé tilefni til að breyta af stefnu og verða því þær hækkanir sem samþykktar voru á 249. fundi stjórnar Orkuveitunnar þann 14. október, 2023, óbreyttar.

Valdimar Halldórsson óskar bókað eftirfarandi:

Með því að lækka ekki gjaldskrárhækkun Orkuveitu Húsavíkur niður í 3,5% eins og mælst er til af aðilum vinnumarkaðarins og Sambandi sveitarfélaga í tengslum við kjarasamningagerð mun hægja á því að vextir og verðbólga lækki. Það eru ekki góð skilaboð í því.
Valdimar Halldórsson