Fara í efni

Frístundastyrkur til barna og ungmenna 2 - 18 ára

 Við viljum benda íbúum á frístundastyrk til barna og ungmenna á aldrinum 2-18 ára (fæðingarár 2005-2020).

Frístundastyrkur er fjármagn sem nota má til niðurgreiðslu æfingagjalda til æfinga eða tómstundaiðkunnar.
Frístundastyrkur er eingöngu greiddur út í gegnum rafrænt greiðslu-og skráningarkerfi sem finna má með því að smella hér
Í skráningarkerfinu er námskeið valið til iðkunnar og hakað við að nota eigi frístundarstyrk og við það lækkar upphæð til greiðslu um þá upphæð sem inn er skráð en getur þó aldrei verið hærri en hámarksupphæð styrks.
Samþykkt var á 102. fundi Fjölskylduráðs að hækka styrkinn úr 15.000 kr. í 17.500 kr.
 
Við hvetjum íbúa til að nýta frístundastyrkinn til niðurgreiðslu á tómstundaiðkun barna. 

Hér má nálgast reglur um frístundastyrki Norðurþings.