Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Norðurþing gera með sér samstarfssamning
Málsnúmer 201309063
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 83. fundur - 26.09.2013
Fyrir bæjarráði liggur samstarfssamningur á milli Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Norðurþings. Samstarfssamningurinn felur í sér aukna samvinnu um þróunarverkefni á skilgreindum sviðum nýsköpunar, tækni, og atvinnuþróunar. Markmið samningsins er að stofna til verkefna á sviði nýsköpunar, hagnýtra rannsókna, þekkingariðnaðar og atvinnuþróunar í Norðurþingi í því skyni að auka samkeppnishæfni svæðisins bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Samstarfsamningurinn felur ekki í sér fjárhagsskuldbindingu fyrir sveitarfélagið. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.