Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

210. fundur 31. mars 2017 kl. 08:00 - 12:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon
  • Soffía Helgadóttir 3. varamaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir móttökustjóri
Dagskrá

1.Flókahús - tilboð

Málsnúmer 201611156Vakta málsnúmer

Lögmaður Norðurþings og sveitarstjóri sátu fund með Gentle Giants fimmtudaginn 30.3.17 hvar drög að kaupsamningi og kvaðalýsingu vegna fyrirhugaðrar sölu sveitarfélagsins á Flókahúsi voru til umræðu. Fyrir liggur beiðni Gentle Giants um að gera tillögu að forsendum sölunnar og kynna hana fyrir byggðarráði. Á fundinn mæta Almar Eggertsson, hönnuður GG og Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri. Hilmar Gunnlaugsson lögmaður verður í síma. Gaukur Hjartarson skipulags- og bygginarfulltrúi Norðurþings situr einnig fundinn.
Á fund byggðarráðs komu fulltrúar Gentle Giants, Stefán Guðmundsson framkvæmdastjóri Gentle Giants og Almar Eggertsson og lögðu fram ósk um frestun á undirritun kaupsamnings um Hafnarstétt 13. Kynntu þeir tillögu sína um breytta útfærslu hússins, sem hefur verið send skipulagsfulltrúa til meðferðar.
Einnig sat Gaukur Hjartarson þennan lið fundararins ásamt Hilmari Gunnlaugssyni, lögmanni sveitarfélagsins (í síma).
Byggðarráð stendur við fyrri ákvörðun um sölu Flókahúss. Byggðarráð tekur enga afstöðu til hugmynda um breytta útfærslu hússins, enda fer sú tillaga til lögmætrar meðferðar hjá sveitarfélaginu sem skipulagsyfirvald.
Byggðarráð áréttar að undirritaður samningur og kvaðayfirlýsing þurfi að vera komin á 1. apríl n.k. ef salan á að ná fram að ganga.

2.Atvinnumál - staða ýmissa verkefna

Málsnúmer 201703158Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir ýmis mál tengd uppbyggingu á Bakka, uppbyggingu í ferðaþjónustu, fyrirhuguð áform um fiskeldi ofl. innan sveitarfélagsins. Jafnframt verður stefnumörkun sveitarfélagsins í atvinnumálum til umræðu.
Byggðarráð óskar eftir auknu samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga um atvinnumál sveitarfélagsins, þar meðtalið þróunarvinnu og eftirfylgni einstakra verkefna.

3.Greiðsla viðskiptakröfu Aðalsjóðs á Hafnasjóð

Málsnúmer 201703161Vakta málsnúmer

Samkvæmt fjárhagsáætlun 2017 liggur fyrir að A-hluti sveitarsjóðs áætli að taka 250.000.000- lán til að fjármagna framkvæmdir ársins. Aðalsjóður á 757.000.000,- kr viðskiptakröfu á hendur hafnasjóði.
Til fundarins mætti Róbert Ragnarsson ráðgjafi og kynnti fundarmönnum, ásamt sveitarstjóra, tillögu til uppgjörs á milli Aðalsjóðs og Hafnarsjóðs.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Hafnasjóð Norðurþings um uppgjör á viðskiptakröfu Aðalsjóðs.
Örlygur vék af fundi kl. 10.45.

4.Uppbygging slökkvistöðvar

Málsnúmer 201701015Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tilboð að fullnaðarhönnun nýrrar slökkvistöðvar. Taka þarf ákvörðun um hvort því tilboði skuli tekið og leggja til við framkvæmdanefnd að hefja þá vinnu svo sem fyrst liggi fyrir útboðsgögn og þar með áætlaður heildarkostnaður við uppbyggingu nýrrar aðstöðu fyrir slökkvilið Norðurþings.
Til fundarins mættu Róbert Ragnarsson ráðgjafi og Þórir Örn Gunnarsson, rekstrarstjóri hafna og fóru yfir fyrirliggjandi tilboð.
Byggðarráð óskar eftir því við framkvæmdanefnd, að lögð verði fyrir næsta fund greinargerð með þarfagreiningu fyrir byggingu björgunarmiðstöðvar. Þar komi fram kostnaðarmat á öllum byggingarkostnaði, að meðtöldum innan- og utanhúsfrágangi og nauðsynlegum húsbúnaði og áætlun um leigu. Stærðarþörf hverrar einingar sem ætlað er að húsið hýsi verði tilgreind og hvað af stofn- og rekstrarkostnaði tilheyri hverjum hluta.

5.Húsnæðismál í Norðurþingi

Málsnúmer 201703160Vakta málsnúmer

Róbert Ragnarsson, ráðgjafi fer yfir vinnu við greiningu á húsnæðismálum sveitarfélagsins. Til kynningar fyrir byggðarráði verður gerð húsnæðisáætlunar, möguleikar til sölu íbúðahúsnæðis, möguleikar til uppbyggingar nýrra íbúða (leiguheimila) í samstarfi við aðra aðila. Róbert, ásamt sveitarstjóra kynna stöðu vinnunnar við greininguna á valkostum sveitarfélagsins til skemmri og lengri tíma.
Lagt fram

6.Sala eigna

Málsnúmer 201412024Vakta málsnúmer

Á fundi 66. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi tillaga samþykkt og vísað til byggðarráðs.

"Kannaður verði sá möguleiki að selja ekki lögaðilum stakar íbúðir sveitarfélagsins".
Byggðaráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað um möguleika í stöðunni.

7.Fundargerðir Eyþings 2016

Málsnúmer 201603019Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir Eyþings 2016.
Lagt fram

8.Breytingar á A deild Brúar lífeyrissjóðs sem taka gildi 1. júní nk.

Málsnúmer 201703119Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja til umfjöllunar breytingar á A deild Brúar lífeyrissjóðs sem taka gildi 1. júní nk.
Lagt fram.

9.Umsókn um styrk til Félags eldri borgara í Öxarfjarðarhéraði

Málsnúmer 201703137Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur umsókn um styrk til Félags eldri borgara í Öxarfjarðarhéraði.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk með samskonar hætti og gert hefur verið undanfarin ár.

10.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201510113Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.
Lagt fram.

11.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar 306. mál, frumvarp til laga um tekjustofn sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði)

Málsnúmer 201703156Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir Norðurþingi til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofn sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 306. mál.

Lagt fram.

12.Umhverfis og samgöngunefnd: Til umsagnar 307. mál, frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld)

Málsnúmer 201703157Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir Norðurþingi til umsagnar frumvarp til laga um umferðalög (bílastæðagjöld), 307 mál.

Lagt fram.

13.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar 236. mál, frumvarp til laga um útlendinga (frestun réttaráhrifa o.fl.)

Málsnúmer 201703107Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir Norðurþingi til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (frestun réttaráhrifa o.fl.), 236. mál.

Lagt fram.

14.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar 234. mál, frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgangna.

Málsnúmer 201703094Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir Norðurþingi til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgangna, 234. mál.

Lagt fram.

15.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar 204. mál, frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög)

Málsnúmer 201703108Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd sendir Norðurþingi til umsagnar frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 204. mál.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 12:35.