Allir lesa - lestrarátak
19.01.2016
Tilkynningar
Það verður blásið til leiks í landsleiknum Allir lesa á bóndadaginn, 22. janúar næstkomandi. Leikurinn stendur í mánuð (lýkur á konudaginn 21. febrúar) og er fyrir lesendur á öllum aldri. Það var opnað fyrir skráningu liða núna föstudaginn 15. janúar.
Hvers konar lið geta tekið þátt – vinnustaðalið, fjölskyldur, vinahópar, leshringir, skólahópar o.s.frv. Við vekjum sérstaka athygli á því að foreldrar / forráðamenn / afar og ömmur sem lesa með börnum geta myndað fjölskyldulið og skráð lestur með barninu. Sá lestur skráist þá á þann sem les og þann sem lesið er fyrir.
Nánar á www.allirlesa.is og Facebook: https://www.facebook.com/allirlesa/?fref=ts
Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO standa saman að Allir lesa.