Hvers vegna Bókasafn ?
11.02.2009
Tilkynningar
Það kostar aðeins 1400,- krónur að eiga árskort í Bóksafninu á Húsavík.
Notalegt lestrarhorn til að lesa dag-og vikublöðin. Komdu og njóttu.
Vissir þú:
- að á bókasafninu getur þú leigt DVD myndir og mátt hafa þær í tvo daga?
- að á bókasafninu getur þú lesið flest nýjustu tímaritin?
- að á bókasafninu getur þú komist á Internetið?
- að á bókasafninu er hægt að fá ljósritað?
- að bókasafnið hefur gamlar bækur til sölu?
- að bókasafnið er opið 5 daga vikunnar?
- að bóksafnskort kostar aðeins kr. 1.400,- á ári?
- að bókasafnskort eru frí fyrir börn yngri en 18 ára, nemendur FSH, háskólanema og
elli - og örorkulífeyrisþega? - að á bókasafninu er hægt að panta ákveðna bók, ef hún er í útláni?
- að bókasafnið er með heimasíðu: http//bokasafn.nordurthing.is
- KOMDU Á BÓKASAFNIÐ. S. 464-6165