Skemmtilegur upplestur úr jólabókunum
16.12.2011
Tilkynningar
Okkar árlegi jólabókaupplestur fór fram í gærkvöldi og gekk vel að venju. Kynntar voru bækurnar Meistari hinna blindu eftir
Elí Freysson, Hafmeyjan á Laugarvatni eftir Sigurveigu Gunnarsdóttur, Málverkið eftir Ólaf Jóhann,
Valeyrarvalsinn eftir Guðmund Andra Thorsson og bækurnar Carpe diem og Ómynd eftir Eyrúnu Ýr Tryggvadóttur.
Þrír höfundar lásu sjálfir úr bókum sínum; þau Elí, Sigurveig og Eyrún. Aðrir lesarar voru góðkunningjar
bókasafnsins, þær Rannveig Benediktsdóttir og Halla Loftsdóttir.
Elí Freysson les úr bók sinni, Meistari hinna blindu.