Á 4. fundi æskulýðs- og menningarnefndar 15. september síðastliðinn var ákveðið að bæta við fimm plássum og einum starfsmanni til að komast til móts við foreldra barna í 1-4. bekk í grunnskóla.
Öll pláss í Frístundarheimilu Túni hafa verið uppfyllt. Vegna aðstæðna og starfsmannafjölda getum við ekki tekið við fleiri en 30 börnum, en það fyrirkomulag hefur einnig verið á undanfarin ár. Allar umsóknir sem berast verða settar á biðlista og börnin tekin inn í þeirri röð sem sótt var um. Við minnum því á rafrænt umsóknareyðublað hér á heimasíðu Norðurþings.
Frístund hefst ekki mánudaginn 8. ágúst eins og áætlað var vegna of fárra skráninga. Staðan verður tekin aftur miðvikudaginn 10. ágúst og haft verður samband við þá foreldra/forráðarmenn sem óskuðu eftir vistun á þeim tíma. Við minnum á að rafrænt eyðublað fyrir skráningu má finna hér á heimasíðu Norðurþings.
Auglýst er eftir skráningum í frístundarheimilið Tún fyrir börn í 1-4 bekk. Í vetur verður frístund opin alla virka daga frá því að kennslu líkur eftir hádegi og til kl.16.00
Skráning fer fram með því að fylla út rafrænt eyðublað sem nálgast má hér.