Um frístund
Forstöðumaður: Kristinn Lúðvíksson
Netfang: kristinn@nordurthing.is
Sími : 663-5290
Netfang : tun@nordurthing.is
Aðrir starfsmenn:
Unnur Erlingsdóttir
Hans Egils
Bryndís Edda Benediktsdóttir
Benedikt Jónsson
Unnur Mjöll Hafliðadóttir
Helga Sigurbjörnsdóttir
Frístund – sími: 663-5290 – Netfang: tun@nordurthing.is
Frístundarvistun er í boði fyrir börn í 1.-4. bekk þar sem hlutverkið er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf sem hentar öllum. Frístund er opin frá kl. 12:30 eða frá því að skóla líkur og til kl. 16:00. Börnin mæta sjálf í frístund en 1. bekkur fær fylgd frá starfsmanni frístundar að skóla loknum. Starfsfólk frístundar hjálpar einnig til við að minna börnin á íþrótta og tómstundastarf sem er stundað á vistunartíma.
Í dagsklok er ætlast til að foreldrar/forráðamaður sækji barn í frístund eigi seinna en 16.15. Starfsmenn frístundar senda helst ekki börnin eftirlitslaus úr frístundarheimilinu.
Frístund fylgir að mestu dagatali grunnskólans en er þó með eigið starfsdagatal sem lagt er fyrir æskulýðs- og menningarnefnd , sjá hér.
Í Frístund er stefnt að því að vinna eftir hugmyndum og gildum uppeldisstefnunnar „jákvæður agi“ en það er sama stefna og Borgarhólsskóli vinnur eftir. Jákvæður agi einkennist af umhyggju og byggir á gagnkvæmri virðingu, reisn, vinsemd og festu.
Skráning
Sótt er rafrænt um dvalarsamning fyrir nemanda í frístund inni á heimasíðu Norðurþings (hér). Boðið er upp á fulla og hálfa vistun og er síðdegishressing innifalin. Dvalarsamningurinn gildir út skólaárið en hægt er að breyta fyrirkomulagi vistunar á milli mánaða. Ef foreldri/forráðamaður óskar eftir að gera breytingu á dvalartíma skal láta vita fyrir 20. hvers mánaðar, skriflega eða rafrænt til forstöðumanns frístundar og miðast breyting við 1. næsta mánaðar. Sjá gjaldskrá. Sömu dagsetningar gilda þegar sótt er um pláss í fyrsta sinn.
Afþreying
Starfið fellst meðal annars í föndri, hópleikjum, frjálsum leik, hópefli, dansi, fræðslu og vettfangsferðum svo fátt eitt sé nefnt.
Börnin vinna með málningu í einstaka tilfellum og því má reikna með því að óhöpp geti orðið. Tún áskilur sér engan rétt á því að bæta fatnað barnanna, við gerum þó okkar allra besta til að koma í veg fyrir slík slys. Gott getur verið að mæta með föt til skiptanna. Skapaðar eru aðstæður þar sem hvert barn fær tækifæri til að stykjast í samskiptum við jafnaldra og að sama skapi að læra að standa á eigin fótum. Leiðarljós starfsins er þó alltaf að barnið fái tækifæri til að velja verkefni og aðstæður sem henta að hverju sinni með það að markmiði að öllum líði vel.
Markmið
Lögð er áhersla á að búa til skapandi og öruggt umhverfi fyrir börnin þar sem hver og einn fær að njóta sín og þroskast. Í frístund gefst börnum kostur á að fá útrás fyrir hreyfi,- leikja og sköpunarþörf. Þó svo að frístund byggi fyrst og fremst á frjálsum leik er unnið eftir skipulagðri starfsemi, þar sem lögð er áhersla á uppeldislegt gildi.
Okkar helstu markmið:
*Að barninu líði vel í frístund.
*Að barnið finni fyrir öryggi.
*Að barnið læri að deila og koma vel fram við aðra.
*Að barnið fái tækifæri til að þroskast líkamlega, andlega og félagslega.
*Að góð samskipti og samvinna sé milli skóla, heimila og frístundar.
Algengar spurningar:
- Hvað með forföll?
Foreldrar láta vita af forföllum í gegnum síma frístundar 663-5290 eða á netfangið tun@nordurthing.is. Eins þarf að láta vita á sama hátt ef annar en foreldri/forráðamaður sækir barnið.
- Er einhver sérstakur klæðnaður?
Ætlast er til að börn komi ávallt klædd eftir veðri.
- Hvar er frístund?
Frístund er staðsett á efri hæð í Íþróttahöll Húsavíkur (Grænatorg).
- Hvernig greiðir maður?
Foreldrar fá sendan reikning heim eða í gegnum netbanka.
- Get ég breytt vistun?
Foreldri þarf að láta vita skrifalega á netfangið tun@nordurthing.is fyrir 20. hvers mánaðar og tekur breytingin gildi 1. næsta mánaðar.
ATH: Umsókn um vistun gildir allan veturinn eða þar til vistun er sagt upp, þ.e. fyrir 20. hvers mánaðar. Ekki þarf að sækja um í hverjum mánuði.
Fyrirkomulag vistunar
Full vistun: 5 dagar í viku frá klukkan 12:30 – 16:00
Hálf vistun : 3 heilir dagar í viku (frá klukkan 12:30 – 16:00). Mikilvægt er að þetta séu alltaf sömu dagarnir.
Við skráningu skuldbindur foreldri/forráðarmenn sig mánuð í senn og fyrirkomulagi vistunnar er ekki hægt að breyta á þeim tíma. Þetta reiknast frá fyrsta hvers mánuðar til fyrsta næsta mánuðar.
Gjaldskrá
Full vistun: 21.833 kr á mánuði
Hálf vistun: 12.551 kr á mánuði
Systkinaafsláttur er 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja.
Afsláttur er einnig gefin ef börn eiga systkini í leikskóla.