Í dag var dreginn út einn heppinn þátttakandi í lestrarátaki febrúarmánaðar. Það var hún Elín
Pálsdóttir sem hafði heppnina með sér að þessu sinni og hlaut hún bók að launum. Við þökkum öllum kærlega fyrir
þátttökuna og minnum á að lestur er bestur :)
Á öskudaginn kom fjöldi furðudýra, skrímsla og alls kyns kvikinda hingað á safnið og fékk sælgæti að launum fyrir fagran
söng. Kunnum við þeim okkar bestu þakkir fyrir komuna, myndir má sjá á facebook-síðu bókasafnsins: http://www.facebook.com/media/set/?set=a.10150624209139712.412102.337663244711&type=1
Bókasafnið á Húsavík tekur þátt í verkefninu "Bókaverðlaun barnanna" og hvetur alla 6 -12 ára krakka til að kíkja
við á bókasafninu og taka þátt í að velja bestu barna- og/eða unglingabók síðasta árs.
Bókasafnið óskar safngestum, bókaunnendum, Þingeyingum og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári með þökkum fyrir
liðið ár.
Í upphafi árs er algengt að fólk reyni að bæta lífsvenjur sínar og kort í líkamsræktarstöðvar rjúka út
sem heitar lummur. Því viljum við minna á að lestur er leikfimi hugans. Er þá ekki upplagt að hefja nýja árið með auknum lestri?