Fara í efni

Arnaldur er kominn, ásamt fleirum - alltaf eitthvað nýtt :)

Langar þig kannski að lesa þessar:                    
01.11.2011
Tilkynningar

Bangsadagur 2011

Í dag, 27. október, er alþjóðlegi bangsadagurinn. Á bókasafninu má horfa á bangsa-DVD, og allir fá bangsamyndir til að lita. Verið velkomin með bangsana ykkar :) Myndir frá bangsadeginum má sjá á facebook-síðunni okkar!  
27.10.2011
Tilkynningar

Nýtt efni streymir inn - er þetta eitthvað fyrir þig?

                    Allir velkomnir!
24.10.2011
Tilkynningar

Föstudagsgetraun!

Í dag, föstudag 21. október, gefst bókasafnsgestum færi á að svara léttri og skemmtilegri getraun. Þeir sem svara öllu rétt fá frítt DVD að láni yfir helgina :)
21.10.2011
Tilkynningar

Meira af nýju efni!!

Tvær sjóðheitar mættar í hús:                   
10.10.2011
Tilkynningar

Nýjar bækur!

Það er alltaf eitthvað nýtt hjá okkur á safninu - hefurðu lesið þessar?            
04.10.2011
Tilkynningar

Föstudagsgetraun!

Í dag verður skemmtileg getraun í gangi á bókasafninu. Þeir sem svara öllum spurningum rétt fá fría DVD mynd yfir helgina  - allir velkomnir :)  
23.09.2011
Tilkynningar

Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í dag,16. september 2011. Dagurinn er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar og felst í því viðurkenning á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru. Við hvetjum alla til að nota daginn til að fræðast um náttúru landsins og bendum á að hér á safninu má finna upplýsingar um dýraríkið, jarðfræðina, jurtirnar og allt þar á milli. Verið velkomin :)
16.09.2011
Tilkynningar

OFUR - SÚPER - MEGA TILBOÐ Á DVD!

Valdar myndir til útleigu á aðeins 100 kr.- í dag og á morgun. Þarf ekki að skila fyrr en á mánudag :)
08.09.2011
Tilkynningar

Dagur læsis!

Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis. Í yfirlýsingu frá UNESCO segir að læsi teljist til grunnlífsleikni og því lýst yfir að læsi sé kjarni alls náms og varði því alla. Í tilefni dagsins viljum við hvetja alla, unga sem aldna, til að lesa sem mest! Engu skiptir hvort lesnir eru léttir textar eða erfiðari, allur lestur skiptir máli og einhvers staðar verður að byrja!   Á degi læsis er fólk hvatt til að lesa upp fyrir hvert annað, segja sögur, fara með ljóð eða á annan hátt nota málið til ánægjulegra samskipta. Hvort sem þú stautar þig í gegnum stafrófið eða rennir léttilega yfir Halldór Laxness, taktu þér þá bók í hönd og hafðu gaman af :)   Lestrarstund er gæðastund!
08.09.2011
Tilkynningar