Fara í efni

Framfarafélag Öxarfjarðar

Í stjórn Framfarafélagsins sitja eftirfarandi:

Guðmundur Magnússon  formaður
Anna Englund
Stefán Haukur Grímsson

Varastjórn

Elvar Már Stefánsson
Halldóra Gunnarsdóttir

Skoðunarmenn: Kristján Þ. Halldórsson og Jón Grímsson

 

Tilgangur og hlutverk félagsins:

Markmið félagsins má sjá hér að neðan í "Lög um Framfarafélag Öxarfjarðar". Tll viðabótar við þau markmið má bæta eftirfarandi: félagið styður við og hýsir ýmis framfara- og menningarverkefni á starfssvæðinu. Nokkur frumkvöðlaverkefni hafa verið hýst hjá Framfarafélaginu undan farin ár, má nefna sem dæmi: Skref í átt til uppbyggingar náttúrubaða í Öxarfjarðarhéraði og Ullarvinnsluverkefnið. En þá hefur það einnig hýst viðburði svo sem þorrablót, Sólstöðuhátíðina o.fl. 

Lög um Framfarafélag Öxarfjarðar

  1. 1.      Grein

Um nafn félagsins

Nafn félagsins er Framfarafélag Öxarfjarðarhrepps. Aðsetur og varnarþing er heimili formanns hverju sinni.

  1. 2.      Grein

Um aðild að heildarsamtökum

Félagið er aðili í samtökunum Landsbyggðin lifi. Félagið starfar í samræmi við samþykktir og stefnu heildarsamtakanna Landsbyggðin lifi.

  1. 3.      Grein

Um markmið félagsins

Markmið félagsins er að vinna að eflingu byggðar og velferð fólks á félagssvæðinu með hverjum þeim hætti sem það kann að hafa tök á.

Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því:

  • Að laða til samstarfs einstaklinga, félög, samtök og fyrirtæki sem láta sig varða þróun byggðarlagsins og eflingu þess.
  • Að leggja áherslu á að hvert og eitt framlag einstaklinga, samtaka eða fyrirtækja getur skipt máli fyrir framtíð byggðarinnar.
  • Að stuðla að verndun náttúrulegra- og menningarlegra verðmæta í byggðarlaginu svo og sögulegra minja. Það vill í þessum efnum draga fram sérstöðu héraðsins og kynna hana.
  • Að beita sér fyrir kynningu á byggðarlaginu út í frá.
  • Að beita sér fyrir fræðslu um málefni sem skipt geta byggðarlagið miklu m.a. með námskeiðum eða í leshópum, og leitast með því við að auka færni fólks til starfa á sviði atvinnu- og menningarmála.

 

  1. 4.      Grein

Um félagsgjald

Árgjald skal ákveðið á aðalfundi. Reikningsár félagsins er almanaksárið.

  1. 5.      Grein

Um stjórn, varastjórn og skoðunarmenn

Stjórn félagsins skipa þrír menn og varastjórn tveir. Stjórn og varastjórn skal kjósa á aðalfundi.

Stjórn skiptir með sér verkum. Formaður boðar til félagsfunda og stjórnarfunda í samráði við meðstjórnendur og kemur fram fyrir hönd félagsins.

Gjaldkeri annast fjárreiður félagsins og uppgjör reikninga og leggur fyrir aðalfund.

Á aðalfundi skal og kjósa tvo skoðunarmenn reikninga og einn til vara. 

  1. 6.      Grein

Um aðalfund og aðra félagsfundi

Aðalfund skal halda árlega í aprílmánuði. Stjórn boðar til aðalfundar og annarra funda með tryggilegum hætti og með að minnsta kosti viku fyrirvara. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum við afgreiðslu mála og telst fundur löglegur, sé löglega til hans boðað og meirihluti stjórnar mæti. Aðra fundi skal halda eftir því sem verkefni krefjast og skylt er að boða til fundar ef 2/3 hluti félagsmanna æskir þess skriflega um tiltekin málefni sem verða þá einu málefni fundarins. Boðun þess fundar skal vera með sama hætti og til aðalfundar og annarra funda félagsins.

Á aðalfundi skal fylgja svohljóðandi dagskrá:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar
  • Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins og þeir skýrðir
  • Umræða um skýrslur og reikninga. Afgreiðsla reikninga
  • Verkefni félagsins á næsta ári reifuð og tillögur lagðar fram
  • Ákvörðun árgjalds
  • Lagabreytingar
  • Kosning stjórnar, varastjórnar og endurskoðenda
  • Önnur mál

 

  1. 7.      Grein

Breytingar á samþykktum

Breytingar á samþykktum þessum má gera á aðalfundi og þurfa 2/3 hluti fundarmanna að samþykkja breytinguna til þess að hún öðlist gildi. Ávallt skal þess getið í fundarboði ef fyrirhugaðar eru breytingar á lögum þessum.

  1. 8.      Grein

Um endalok félagsins

Hægt er að leggja félagið niður á aðalfundi ef 2/3 hlutar fundarmanna greiða því atkvæði sitt. Eignir félagsins skulu þá renna til Öxarfjarðarhrepps með tilmælum að eignirnar verði notaðar til verkefna til framfara horfa í heimabyggð.

17.11.2002