Fálki í Vörsluvík
02.03.2018
Tilkynningar
Guðmundur Örn Benediktsson myndaði glæsilegan fálka í Vörsluvíkinni utan við Kópasker þann 28. febrúar. Fálkinn var litmerktur og reyndist kvenfugl sem kom úr eggi í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu 2016. Faðir hennar hóf búskap aðeins þriggja ára að aldri vorið 2014 en hann er ættaður úr Reykjahverfi og sá fyrst dagsins ljós árið 2011 en það ár byrjaði Ólafur Nielsen að litmerkja fálka. Frá árinu 2014 hefur faðir AH, ásamt ómerktri frú, komið upp 10 ungum. Sumarið 2016 voru ungarnir þrír. Fröken AH átti tvo bræður það ár. Hún er sennilega nýlega komin á svæðið við Kópasker.
BS