Framfarafélagið Í Öxarfjarðarhéraði - fundur
Framfarafélag Öxarfjarðarhéraðs hélt íbúafund um daginn í Skólahúsinu á Kópaskeri- Skjálftasetrinu. Á dagskrá voru þróunarverkefnin Mýkri ull og Böð í Öxarfirði, Sólstöðuhátíð og önnur mál.
Um 20 manns mættu og það sköpuðust gagnlegar umræður sem leiddu til þess að Sólstöðuhátíð var sett á formlega og keyrt í að auglýsa og vera með viðburði. Búið er að skipa nefnd fyrir Sólstöðuhátíð næsta árs. Þeir sem vilja aðstoða er bent á að hafa samband við Guðmund Magnússon hjá Magnavík.
Takk allir sem mættu, mikilvægt að heyra í sem flestum um málefnin :)
Smá um þróunarverkefnin:
Mýkri ull- verkefnið gengur út á þróun á mýkri íslenskri ull og var verkefnahópur stofnaður í kringum það verkefni. Íslensk ull mun verða unnin með ákveðnum aðferðum til að sjá hversu mjúka er hægt að fá hana og verður send til Belgíu. Einnig munu tveir erindrekar svæðisins fara til Belgíu og fá að kynnast vinnslunni. Verkefnið fékk styrk úr Öxarfirði í sókn verkefninu. Niðurstaðna er að vænta snemma árs 2018. Þetta flokkast líka sem undirbúningsvinna fyrir þá sem vilja stofna mini mills.
Böð í Öxarfirði- verkefnið miðar að því að vinna grunnvinnu fyrir baðaðstöðu á Öxarfjarðarsvæðinu í samvinnu við íbúa. Nota grasrótarvinnu til að finna ákjósanlegasta staðinn og hvert þema ætti að vera. Verkefnið hefur fengið styrki frá Uppbyggingarsjóð og Öxarfirði í sókn. Charlotta Englund og Kristján Þórhallur leiða þetta verkefni.