Opið fyrir umsóknir í ÖÍS
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrk úr sjóðum Öxarfjarðar í sókn og er frestur til að sækja um til mánudagsins 1. apríl 2019.
Meginmarkmið Öxarfjarðar í sókn eru eftirfarandi:
- Framandi áfangastaður
- Framsækni í matvælaframleiðslu
- Uppbyggilegt samfélag
- Öflugir innviðir
Væntanlegar umsóknir þurfa að taka mið af þessum markmiðum.
Á vef Byggðastofnunar (www.byggdastofnun.is) eru nánari reglur um styrkveitingar. Á vef Atvinnurþróunarfélags Þingeyinga (www.atthing.is) má nálgast umsóknareyðublað sem umsækjendur um styrk skulu notast við en þar má einnig finna yfirlit yfir áherslur verkefnisins.
Athugið að ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda en það styrkir umsókn ef verkefnið laðar fram fjármuni og krafta aðstandenda verkefnisins og annarra samstarfsaðila og/eða leiðir til samstarfs aðila sem að jafnaði starfa ekki saman.
Umsækjendur er hvattir til að lesa ofangreindar leiðbeiningar og leita sér aðstoðar hjá verkefnisstjóra. Vönduð umsókn sem styður við meginmarkmið verkefnisins er líklegri til árangurs.
Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Charlotta Englund verkefnisstjóri í síma 849-4411 eða á netfanginu lotta@atthing.is
ÖXARFJÖRÐUR Í SÓKN
Brothættar byggðir