Opið fyrir umsóknir
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrk úr sjóðum Öxarfjarðar í sókn og er frestur til að sækja um til sunnudagsins 4. mars kl. 21:00. Þetta er fjórða úthlutun í verkefninu og hingað til hafa fjögur til fimm verkefni fengið styrki við hverja úthlutun.
Meginmarkmið Öxarfjarðar í sókn eru eftirfarandi:
- Framandi áfangastaður
- Framsækni í matvælaframleiðslu
- Uppbyggilegt samfélag
- Öflugir innviðir
Væntanlegar umsóknir þurfa að taka mið af þessum markmiðum. Hér má nálgast nánari upplýsingar um áherslur verkefnisins.
Á vef Byggðastofnunar eru nánari reglur um styrkveitingar.
Á vef Atvinnurþróunarfélags Þingeyinga má nálgast umsóknareyðublað sem umsækjendur um styrk skulu notast við.
Umsækjendur er hvattir til að lesa ofangreindar leiðbeiningar, leita sér aðstoðar hjá verkefnisstjóra og vera ekki á síðustu stundu að skila. Vönduð umsókn sem styður við meginmarkmið verkefnisins er líklegri til árangurs.
Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Bryndís Sigurðardóttir verkefnisstjóri í síma 896 9838 eða á netfanginu bryndis@atthing.is
BS