Sólstöðutónleikar Flygilvina
Sólstöðutónleikar í Skólahúsinu á Kópaskeri laugardaginn 19. júní kl. 16:00
Gestir Flygilvina í fyrstu tónleikum Flygilvina 2021 eru Erla Dóra Vogler, mezzosopran, Lilja Guðmundsdóttir, sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanóleikari.
með stuðningi Uppbyggingarsjóðs
Þórarinn Eldjárn þarf vart að kynna fyrir Íslendingum enda ljóðabækur hans að finna á flestum heimilum, jafnt börnum sem fullorðnum til gagns og gamans. Mörg tónskáld hafa gert sér mat úr ljóðum Þórarins og á tónleikunum flytjum við eins konar þverskurð af þeirri flóru sem samin hefur verið fyrir söng og píanó.
Miðaverð kr. 2.500, ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri og yngri
Því miður er ekki hægt að taka við greiðslum með korti.
Munið sóttvarnir.
Flygilvinir – tónlistarfélag við Öxarfjörð,