Fara í efni

Endurbætt vefsíða fyrir Öxarfjarðarhérað

Árið 2016 var stofnuð vefsíða fyrir Öxarfjarðarhérað sem var virk í nokkur ár. Því miður fór það svo að hún datt uppfyrir og hefur verið óvirk núna í rúm 2 ár.
Afskaplega mikilvægt er að góð vefsíða sé í boði fyrir svæðið svo hægt sé að koma upplýsingum á framfæri ásamt því að þar er hægt að setja inn allskonar aðrar fréttir sem tengjast svæðinu.
Það er því ánægjulegt að tilkynna að, í tengslum við tilraunaverkefni Brothættra byggða, er ætlunin að endurvekja hana og fara aftur að koma með fréttir af svæðinu sem og tilkynningar um viðburði og sögur af svæðinu. Til að byrja með þarf að fara í að hreinsa til og laga hlekki og gera síðuna þægilega og aðgengilega fyrir alla.

Við erum svo einnig að leita eftir fólki sem hefur áhuga á að skrifa stuttar greinar fyrir vefsíðuna. Fréttir, sögur....getur verið allt milli himins og jarðar svo lengi sem það tengist svæðinu á einhvern hátt.
Ef þú ert með hugmyndir að einhverju efni, vilt koma frá þér tilkynningu eða langar að skrifa eitthvað ekki hika við að hafa samband við Atvinnu- og samfélagsfulltrúa.
Vonandi verður síðan til gagns og gamans fyrir alla!