Kynning á verkefni Norðurhjara 2018- Áfangastaðaþing
Verkefnið var unnið á vegum Norðurhjara og verkefnisstjóri var Halldóra Gunnarsdóttir.
Áfangastaðaþing á Kópaskeri
Áfangastaðaáætlun Norðurhjara var gerð árið 2013 og uppfærð á síðasta ári. Ýmislegt hafði breyst á þeim rúmlega fjórum árum sem liðin voru.
Áætlunin hefur verið notuð inn í ýmsa skipulagsvinnu undanfarin ár s.s. landsáætlun, DMP, ACW (Norðurstrandarleið) , stefnuvinnu Eyþings og fleira. Því var talið mikilvægt að kynna áætlunina að nýju, svo allir gangi í takt.
Áfangastaðaþingið var haldið á Kópaskeri í apríl. Þar var áætlunin kynnt og farið yfir hvern stað með myndefni. Gestafyrirlesarar voru landeigandi og fulltrú Minjastofnunar Íslands. Þingið var öllum opið. Þátttakendur voru sextán og umræður mjög góðar og gagnlegar.
Eftir þingið var áætlunin enn uppfærð og síðan send í ýmsar áttir.
Þó Norðurhjari sé ekki framkvæmdaaðili á áfangastöðum hefur áætlunin orðið til þess að tengja saman hagsmunaaðila sem þurfa að koma að hverri framkvæmd.