FRESTAÐ - Hugarró - Margrét Árnadóttir 26. mars kl 20:30 í Skólahúsinu á Kópaskeri
Flutt verða lög af nýútkominni plötu Hugarró. Hugarró er geisladiskur með 11 vel völdum bænalögum sem hafa verið útsett með það fyrir augum að ná fram ákveðnum hugleiðslublæ og þannig undirstrika tengsl hugleiðslu og bænar. Hugarró er fyrsta sólóplata Margrétar Árnadóttur söngkonu og mun hluti af ágóðanum renna til Píeta samtakanna á Akureyri, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða. Um útsetningar og hljóðfæraleik sá Kristján Edelstein gítarleikari. Ásamt Margréti koma fram á tónleikunum gítarleikararnir Kristján Edelstein og Daniele Basini.
Miðaverð kr. 2.000, ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri og yngri
Því miður er ekki hægt að taka við greiðslum með korti. Munið sóttvarnir
Flygilvinir – tónlistarfélag við Öxarfjörð, með stuðningi Uppbyggingarsjóðs