Fara í efni

Kristín komst í úrslit

Í gær voru úrslit í matvælasamkeppni Eims „Gerum okkur mat úr jarðhitanum“ kynnt í Hofi á Akureyri en tuttugu hugmyndir höfðu verið sendar í samkeppnina. Fjórar hugmyndir voru valdar til úrslita og átti Kristín Gunnarsdóttir í Sandfellshaga eina þeirra. Hugmynd Kristínar er þríþætt:

·         Nýta heita vatnið í firðinum til ræktunar á ýmsum jurtum.

·         Nýta jarðhitann til að knýja frostþurrkunarkerfi og þurrka jurtirnar.

·         Frostþurrka verðmætan innmat sem til leggst hjá Fjallalambi.

Kristín stefnir á að framleiða hráefni sem nýtt eru í fæðubótarefni en fjölmargar plöntur innihalda virk og verðmæt efni sem nýtt eru til fæðubótar. Næringargildi innmats er líka gríðarlegt og mikilvægt að nýta allar afurðir í landbúnaði. Það er fleira matur en feitt kjöt.

Í febrúar fékk Kristín styrk hjá Öxarfirði í sókn til að vinna þessa hugmynd áfram og þessi viðurkenning gefur henni byr undir vængi.

Lesa má nánar um hugmyndsamkeppnina og úrslit hennar á heimasíðu Eims www.eimur.is

Hugmyndasmiðir verkefna sem komust í úrslit

 Hugmyndaríkir frumkvöðlar

BS