Nýting villtra jurta
Hér kynnum við verkefnið „Nýting villtra jurta“ sem Kristín S. Gunnarsdóttir vann. Líkt og fram kemur hér að neðan hefur þetta verkefni orðið upphaf að öðru og stærra verkefni sem er afar spennandi. Það er aldrei að vita nema það verði einnig kynnt til sögunnar hér fljótlega.
„Nýting villtra jurta“
Markmið verkefnis var að hefja framleiðslu á bætiefnum úr íslenskum jurtum og afurðum sauðfjár.
Fyrsta skrefið var að ákveða hvaða jurtir af svæðinu hentuðu best. Sérstök áhersla var lögð á að auðvelt yrði að rækta jurtirnar til frekari vinnslu til að ekki yrði gengið á náttúruleg vaxtasvæði.
Styrkurinn var nýttur til að athuga hvaða helstu tegundir væru bestar til að nýta á svæðinu, vaxtaskilyrði þeirra , hvort og hvaða tegundir heppilegastar væru til ræktunar.
Sá árangur náðist að greina hvaða jurtir vænlegast er að rækta á svæðinu og nýta má í bætiefnaframleiðslu og sem möguleiki er á að geta komið í sölu til annarra aðila á viðunandi verði.
Verkefnið hefur í raun orðið upphaf af öðru og stærra verkefni . Það verður áfram hafður sá möguleiki opinn að rækta ákveðnar jurtir sem henta til framleiðslu á fæðubótarefnum.