Tónleikar í skólahúsinu á Kópaskeri sunnudaginn 25. nóv
Þríeykið heimsækir nú Kópasker með sönglagadagskrá sem var hluti af tónleikaröð Listasumars á Akureyri 2018 en hefur síðan verið flutt á Dalvík, Húsavík, Vopnafirði og Hvammstanga. Þeir bræður Jónas og Jón Múli sömdu nokkra vinsæla söngleiki þar sem málefnum líðandi stundar voru gerð skil á léttan og spaugsaman hátt. Fjöldamörg lög úr þessum söngleikjum hafa lifað með þjóðinni æ síðan t.d. Undir Stórasteini, Án þín og Augun þín blá. Jónas Árnason samdi að auki texta við erlend lög og kunnust hafa orðið kvæði hans við bresk þjóðlög.
Ljúft og skemmtilegt ágústkvöld á nóvembereftirmiðdegi sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Miðaverð er 2.000 kr, en ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri. Því miður er ekki unnt að taka við greiðslu með kortum.
Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð Flygilvina 2018, „Það er gaman að sækja tónleika“, sem styrkt er af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.
Flygilvinir – tónlistarfélag við Öxarfjörð