Tónlistarveisla í skólahúsinu á Kópaskeri föstudaginn 16. ágúst kl. 20:00
12.08.2019
Tilkynningar
Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, Sigurður Ingvi Snorrason klarínettuleikari og Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, sækja Kópasker heim.
Fjölbreytt og falleg dagskrá erlendra og íslenskra laga fyrir alla aldurshópa!
Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Tónaland, tónleikaröð á landsbyggðinni á vegum Félags íslenskra tónlistarmanna. Röðin er styrkt af Tónlistarsjóði. Tónleikarnir eru jafnframt þeir síðustu í tónleikaröð Flygilvina 2019, „Áfram skal haldið á sömu braut“, sem styrkt er af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Tónlistarsjóði.
Miðaverð er 2.000 kr, en ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri. Því miður er ekki unnt að taka við greiðslu með kortum.
Flygilvinir – tónlistarfélag við Öxarfjörð