Upprunamerking og QR kóði
Fjallalamb hefur nú bætt við nafni á býli á merkimiða upprunamerktra afurða fyrirtækisins, áður var eingöngu númer framleiðenda. Á miðanum eru nú komnar upplýsingar um gripanúmer frá bónda, sláturdagsetningu, nafn og númer framleiðanda ásamt QR kóða þar sem neytandinn getur skannað með snjallsímanum sínum og nálgast þannig ýmsan fróðleik frá og um viðkomandi býli. Að sögn Björns Víkings Björnssonar framkvæmdastjóra Fjallalambs hefur rekjanleiki afurða alltaf verið honum sérstakt áhugamál, það auki öryggi í framleiðslu og sölu, svo ekki sé talað um heiðarleika í kjötviðskiptum. Við skönnun merkisins dettur snjallsíminn inn á upplýsingasíðu framleiðandans og getur sent honum tölvupóst þaðan.
Á heimasíðu Fjallalambs má nálgast leiðbeiningar um hvernig merkið er lesið og einnig upplýsingar um upprunamerkingu fyrirtækisins.
BS