Hverfisráð Öxarfjarðarhéraðs
Hér að neðan má sjá helstu upplýsingar um hverfisráð svæðisins ásamt "Samþykkir um hverfisráð í Norðurþingi".
Hverfisráð Kelduhverfis
Jóhannes Guðmundsson
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Guðríður Baldvinsdóttir
Hverfisráð Öxarfjarðar
Kristín Eva Benediktsdóttir.
Guðfinna Ragna Sigurbjörnsdóttir
Halldís Gríma Halldórsdóttir
Kristján Ingi Jónsson
Eftirfarandi samþykktir gilda um hverfisráð í Norðurþingi:
Umboð
1. gr.
Hverfisráð starfa í umboði byggðarráðs með þeim hætti sem nánar er kveðið á um í samþykkt þessari og eftir því sem samþykktir Norðurþings og sveitarstjórnarlög mæla fyrir um. Hverfisráð Norðurþings skulu vera fjögur talsins og starfa á Raufarhöfn, í Öxarfirði (Kópasker, Öxarfjörður), í Kelduhverfi og í Reykjahverfi.
Verksvið og markmið
2. gr.
Markmið hverfisráða eru eftirfarandi: • Að vera formlegur umræðuvettvangur um hagsmunamál og þjónustu sveitarfélagsins fyrir viðkomandi svæði. • Að vera vettvangur samráðs íbúa, félagasamtaka og atvinnulífs á sínu nærsvæði og sveitarstjórnar. • Að vera vettvangur fyrir íbúa svæðis til að vera virkir þátttakendur í allri stefnumörkun Norðurþings innan viðkomandi svæðis. • Að gera tillögur til byggðarráðs um starfsemi og þjónustu innan viðkomandi svæðis/hverfis. • Að stuðla að hvers konar samstarfi innan svæðis.
• Að vera ráðgefandi fyrir stjórnsýslu sveitarfélagsins og stuðla að eflingu félagsauðs á sínum svæðum. • Að tengja stjórnkerfi sveitarfélagsins betur íbúum þess og nýta þekkingu þeirra á sínu nánasta umhverfi.
Hverfisráð fá til kynningar ný aðal- og deiliskipulög á þeirra starfssvæði um leið og þau eru auglýst til umsagnar. Þannig hafa ráðin tækifæri til að hafa áhrif á endanlega útgáfu skipulagstillögunar. Einnig skal leitast við að fá umsögn hverfisráða um stærri framkvæmdir og meginbreytingu á þjónustu á þeirra starfssvæði áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar þar um í fastanefndum sveitarfélagsins. Gangi það ekki eftir skal ákvörðun um stærri framkvæmdir og meginbreytingar á þjónustu send hverfisráðum.
Skipan
3. gr.
Hverfisráð eru skipuð þremur fulltrúum kosnum af sveitarstjórn og tveimur varamönnum. Sveitarstjórnarmenn eru ekki kjörgengir í hverfisráð. Sveitarstjórn kýs formann úr hópi kjörinna nefndarmanna. Hverfisráð skipta að öðru leyti með sér verkum. Kjörtímabil hverfisráða er tvö ár.
Verkstjórn og verkaskipting
4. gr.
Formenn hverfisráða eru í forsvari fyrir þau um stefnumótun og ákvarðanir þeirra eftir því sem við á. Byggðarráð ber ábyrgð á rekstrarkostnaði og framkvæmd ákvarðana hverfisráðanna. Hverfisráð geta ekki stofnað til útgjalda eða skuldbindinga nema með samþykki byggðarráð.
Boðun funda og fundarsköp
5. gr.
Formaður hverfisráðs boðar til funda, ákveður dagskrá og stýrir fundum ráðsins. Á dagskrá skulu m.a. tekin mál, sem fulltrúar í ráðinu hafa óskað eftir og tekin verði þar fyrir, enda séu þau á verksviði ráðsins og þau mál sem byggðarráð hefur send nefndinni til umfjöllunar. Fundir skulu boðaðir með a.m.k.tveggja sólarhringa fyrirvara, og skal dagskrá fylgja fundarboði.
Hverfisráð halda að jafnaði 4 fundi á ári. Aukafundi skal halda eftir þörfum að ákvörðun formanns eða ef a.m.k. tveir nefndarmenn óska þess.
Heimilt er að taka mál til meðferðar í ráðinu þótt ekki sé það tilgreint á útsendri dagskrá, en skylt er þá að fresta afgreiðslu þess til næsta fundar sé þess óskað. Um fundarsköp fer eftir vinnulagi í stjórnsýslu Norðurþings eftir því sem við á.
Hverfisráð hafa fundaraðstöðu í húsnæði sveitarfélagsins í hverju hverfi fyrir sig, þar sem það er fyrir hendi. Þar sem svo háttar ekki til, útvegar sveitarfélagið fundarstað.
Fundaskipulag og ritun fundargerða
6. gr.
Fundir hverfisráða skulu alla jafna haldnir fyrir luktum dyrum og er óheimilt að greina frá ummælum einstakra fundarmanna á fundum. Hverfisráðum er þó heimilt að hafa fundi sína opna fyrir íbúum viðkomandi svæðis. Skal þá gera ráð fyrir sérstökum dagskrárlið; fyrirspurnir og athugasemdir frá fulltrúum íbúa. Fyrirspurnir og athugasemdir má senda formanni hverfisráðs fyrirfram eða bera fram á fundinum. Hverfisráð skal halda einn opinn íbúafund á ári og auglýsa hann með sérstaklega. Hverfisráð skulu skrá fundargerðir og senda afrit fundargerða til byggðarráðs jafnóðum. Formaður sér um að fundargerðir séu skipulega færðar í tölvu og að allar samþykktir séu bókaðar nákvæmlega. Fundargerðirnar eru teknar fyrir á fundum byggðarráðs sem vísar erindum sem fram koma í fundargerðum ráðanna áfram til viðkomandi deilda/nefnda í bæjarkerfinu eftir því sem tilefni er til. Erindunum ber að svara með bréfi eða tölvupósti.
Tengiliður hverfisráða við stjórnsýslu sveitarfélagsins er skrifstofustjóri Norðurþings. Hann sér um að aðstoða ráðin við upplýsingaöflun úr bæjarkerfinu. Þá er átt við upplýsingar um afgreiðslu nefnda og sveitarstjórnar. Skrifstofustjóri sér einnig um að koma fundargerðum hverfisráða á dagskrá byggðarráðs.
Gildistaka
7. gr.
Greitt er fyrir fundi á sama hátt og setu í nefndum sveitarfélagsins. Samþykkt þessi tekur þegar gildi. Samþykkt í sveitarstjórn Norðurþings 28.04.2016