Lesið verður uppúr nýútkomnum bókum á bókasafninu föstudagskvöldið 7. desember nk. kl. 21:00
Meðal annars verður lesið úr bókunum Óreiða
á striga og Sagan um
Bíbí Ólafsdóttur. Allir velkomnir.
Í desember mun bókasafnið að venju standa fyrir upplestri úr nýútkomnum bókum í samstarfi við ITC Flugu og Bókabúð
Þórarins Stefánssonar. Nánar auglýst síðar.
Nú stendur yfir föndursýning á bókasafninu. Á sýningunni eru ýmsar tegundir föndurs, svo sem jólakort, keramik,
jólakúlur, grænlenskur perlusaumur og gler. Allir velkomnir.
Enn bætist við nýtt efni á bókasafninu. Sjá nánar hér.
Nú eru Bókatíðindin sívinsælu komin út, nauðsynlegt hjálpargagn þegar velja skal bók.
Bókatíðindi eru líka birt á veraldarvefnum, sjá hér.
Í tilefni af degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember efnum við til lestrarátaks meðal barna vikuna 12. - 16. nóvember. Öll börn, 16
ára og yngri, sem taka að láni 5 bækur eða fleiri fá fría DVD-mynd að láni.
Haldið var upp á bangsadaginn á bókasafninu laugardaginn 27. október. Rúmlega 60 manns mættu á safnið og hlustuðu á
upplestur, lituðu myndir og fleira. Alls tóku 40 börn þátt í léttri getraun og að sjálfsögðu var bangsi í
verðlaun. Myndir frá bangsadeginum má sjá hér.