Fara í efni

Upplestur úr nýjum bókum

01.12.2006
Tilkynningar
Jóla, jóla ...

Jóla, jóla ...

Við viljum minna á, að á heimasíðu bókasafnsins birtum við lista yfir nýútkomnar bækur, um leið og safnið hefur eignast þær og starfsmenn safnsins hafa gert þær klárar til útláns.  Þá má geta þess, að sunnudagskvöldið 3. des. kl. 20.00 verður lesið úr nýútkomnum bókum á bókasafninu okkar með tilheyrandi jólastemmingu og kertaljósum.                                                               Nánar auglýst síðar.
23.11.2006
Tilkynningar

Jólaföndursýning í Bókasafninu á Húsavík

Frá 27. nóvember verður margs konar jólaföndur til sýnis í bókasafninu.  Þetta eru allt hlutir í einkaeigu, sem annálaðar húsvískar handavinnukonur hafa búið til og góðfúslega gefið okkur leyfi til að sýna og um leið setjum við safnið í aðventu- og jólabúning.  Sýningin mun standa yfir til 11. desember
23.11.2006
Tilkynningar

Jólabækurnar á bókasafninu

Nú eru “jólabækurnar” að berast til okkar ein af anarri og við ætlum að birta lista yfir nýjar bækur á heimasíðunni um leið og þær verða tilbúnar til útláns. Við viljum líka minna á að hægt er að panta bækur og verður þá hringt í viðkomandi, þegar bókin er komin í hús.    Umfjöllun um nýjar bækur má sjá meðal annars á: http://www.bokmenntir.is/
03.11.2006

Jólabækurnar á bókasafninu

Nú eru “jólabækurnar” að berast til okkar ein af anarri og við ætlum að birta lista yfir nýjar bækur á heimasíðunni um leið og þær verða tilbúnar til útláns. Við viljum líka minna á að hægt er að panta bækur og verður þá hringt í viðkomandi, þegar bókin er komin í hús.    Umfjöllun um nýjar bækur má sjá meðal annars á: http://www.bokmenntir.is/
03.11.2006
Tilkynningar

Bangsadagurinn 2006

Hinn árlegi bangsadagur verður haldinn hátíðlegur í Bókasafninu á Húsavík föstudaginn 27. október.  Öll börn fá að lita bangsamynd.  Hægt verður að horfa á bangsamyndband og skoða ýmislegt skemmtilegt um bangsa í tölvunum.  Ekki má gleyma öllum bangsabókunum sem til eru í bókasafninu, sem hægt verður að skoða og lesa þennan dag.  Boðið verður upp á létta getraun fyrir börn í tilefni dagsins og að sjálfsögðu verður bangsi í verðlaun. Dregið úr getraun kl. 16.30 Allir velkomnir.  
23.10.2006
Tilkynningar