Fara í efni

Bangsadagurinn 2007

Laugardaginn 27. október verður haldið upp á bangsadaginn.  Smellið á myndina fyrir frekari upplýsingar:    
22.10.2007
Tilkynningar

Nýtt á síðunni

Alltaf er verið að bæta við nýju efni á bókasafnið.  Sjá má lista yfir nýtt efni hér til hliðar.  Hægt er að smella á viðkomandi eintak og skoða það í Gegni, Landskerfi bókasafna.  Þannig er strax hægt að sjá hvort viðkomandi eintak er í útláni, hvenær það kemur næst inn eða hvað það er lánað til langs tíma í senn.  Skoðið nýtt efni með því að smella hér.
05.10.2007
Tilkynningar
Vetraropnunartími

Vetraropnunartími

Þann 3. september tók gildi vetraropnunartími hér á safninu. Opið er mánudaga-fimmtudaga frá 10.00 til 19.00, föstudaga frá 10.00 til 17.00 og laugardaga frá 11.00 til 14.00.  
06.09.2007
Tilkynningar
Astrid Lindgren og L

Kvikmynd um ævi Astrid Lindgren

Í tilefni sænskra daga hefur Madeleine Ströje Wilkens lánað bókasafninu kvikmynd um ævi Astrid Lindgren og er hægt að fá að horfa á hana á safninu til ágústloka. Myndin er eign sænska sendiráðsins. Myndin er bæði með ensku og sænsku tali.    
26.07.2007
Tilkynningar

Mannabreytingar á bókasafninu

Þann 1. júní 2007 sneri Eyrún Ýr Tryggvadóttir aftur til starfa sem forstöðumaður safnsins og Elín Kristjánsdóttir lét af störfum.  Þá hefur Bryndís Sigurðardóttir verið ráðin til starfa í sumar.
15.06.2007
Tilkynningar
Sumaropnun á Bókasafninu á Húsavík

Sumaropnun á Bókasafninu á Húsavík

Breyttur opnunartími.   
29.05.2007
Tilkynningar
Lokað á laugardögum á bókasafninu

Lokað á laugardögum á bókasafninu

Frá og með næsta laugardegi 19. maí  og til 1. september verður Bókasafnið á Húsavík  lokað á laugardögum.  Þá er athygli einnig  vakin á því að  1. júní tekur í gildi breyttur opnunartími.                                                                                     
15.05.2007
Tilkynningar
Sektarlausir dagar

Sektarlausir dagar

Þessa viku eru sektarlausir dagar í Bókasafninu á Húsavík og nú er um að gera  að drífa sig með bækurnar sem komnar eru á tíma. Við viljum minna á að safnið er opið á laugardögum fram yfir miðjan maí, en eftir það verður lokað á laugardögum og gildir  sá   opnunartími til 1. september.                                                                                                                                           
26.04.2007
Tilkynningar

Auglýsing frá Bókasafninu á Húsavík

Vika bókarinnar   23. apríl er alþjóðlegur dagur bókarinnar. Af því tilefni verða   Sektarlausir dagar vikuna 23.-28 . apríl nk.   Nú er um að gera að drífa sig að skila bókum sem eru löngu komnar á tíma.    Í tilefni af viku bókarinnar viljum við minna á að Bókasafnið býður upp á heimsendingarþjónustu annan hvern föstudag allan ársins hring, án gjalds, til eldri borgara og annarra sem eiga erfitt með að komast í safnið.    Bókasafnið á Húsavík  Stóragarði 17 - sími 464 6165 - bokasafn@husavik.is
20.04.2007
Tilkynningar
Öskudagurinn á Bókasafninu á Húsavík

Öskudagurinn á Bókasafninu á Húsavík

Það var líf og fjör á öskudaginn í Bókasafninu á Húsavík.   Nálægt  260 börn og unglingar litu við og sungu fyrir starfsmenn og gesti safnsins öllum  til mikillar ánægju,  enda var lagavalið fjölbreytt og jafnvel komu heilu kórarnir og tóku lagið.   Annars látum við myndirnar tala sínu máli!  Skoða myndir
26.02.2007
Tilkynningar