Velkomin á Raufarhöfn
-
Norðurhjarasvæði - Stöðugreining og aðgerðaáætlun
Í upphafi árs fékkst styrkur úr sóknarnáætlun Norðurlands eystra fyrir verkefni sem hafði það meginmarkmið að móta sameiginlega sýn Norðurhjarasvæðisins fyrir uppbyggingu í ferðaþjónustu. Markaðsstofa Norðurlands leiddi greiningarvinnu og sett fram aðgerðaáætlun í samstarfi með Norðurþingi, Langanesbyggð, SSNE og ferðamálasamtökum Norðurhjara.19.12.2024Tilkynningar -
Tónleikar með hljómsveitinni Skálmöld á Raufarhöfn 7. september
Víkingamálmbandið Skálmöld mun halda stórtónleika undir berum himni í Heimskautsgerðinu á Raufarhöfn 7. september næstkomandi. Öllu verður tjaldað til og eins gott að veðurguðirnir sýni velþóknun sína á málmlistinni í verki.Allar nán…31.08.2024Tilkynningar -
Heimskautsgerðið gríðarlegur segull.
Árið 2016 hófst samstaf Norðurþings og SSNE (áður Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga) við Rögnvald Ólafsson og Gyðu Þórhallsdóttur (Háskóla Íslands) á talningu gesta við Heimskautsgerðið. Sú talning varði þá bara nokkra mánuði en hófst að nýju í júní 2019 og hefur haldist síðan. Búnaðurinn sem notaður er er sjálfvirkur og telur bíla sem keyra framhjá, sérstök reikningsformúla er notuð til að áætla fjölda gesta og því eru tölurnar ekki 100 % en gefa góða mynd. Samskonar búnaður er notaður á mörgum ferðamannastöðum íslands, sem og erlendis. Hér má sjá helstu tölur um gesti: notast er við tölur um fjölda gesta í stað fjölda bifreiða.23.01.2023Tilkynningar -
ÁRSHÁTÍÐ skólanna föstudaginn 25.nóvember kl. 17:00
Árshátíð Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla verður haldin í Hnitbjörgum á Raufarhöfn föstudaginn 25.nóvember kl. 17:00. Sýnd verða tvö verk, annars vegar Skilaboðaskjóðan og hins vegar Konungur ljónanna. Hlaðborð að hætti foreldrafélaga skólanna verður að sýningum loknum og er það innifalið í miðaverði. Verð: Fullorðnir kr 3000 Börn á grunnskólaaldri (6-16 ára) kr 1000 Frítt fyrir börn á leikskólaaldri17.11.2022Tilkynningar