Gamli skólinn
Talið er að Gamli Barnaskólinn hafi verið byggður á árunum 1935-1936. Staðsetningin er nokkuð sérstök en enginn veit hvers vegna skólanum var valin staður í útjaðri þorpsins; undir hinum svokölluðu Klifum. Oft var erfitt fyrir börnin að komast í skólann í norðanáttinni og þurftu þau að hafa sig öll við til að berjast við storminn. Uppi undir brekkunni má svo sjá leifar af grjótmulningsfyrirtækinu Möl s.f.
Í skólabyggingunni var til margra ára lögreglustöð á sumrin.
It is believed that the Old Elementary School was constructed in the years 1935-1936. It was often difficult for the children to fight the Northerly winds to get to school, and they had to struggle hard to fight the gales.
Hópur skólabarna á leið í ferðalag 1952. Ljósm.: Úr myndasafni Jónasar Hreinssonar.
A group of schoolchildren on their way to a travel. Photo: From a collection of Jónas Hreinsson.