Fara í efni

Hjaltabakki

Hjaltabakki var byggður árið 1940 og hófu þau búskap þar hjónin Hjalti Friðgeirsson og Þórhildur Kristinsdóttir árið 1942. Hjalti byggði húsið í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar og utan skipulags hreppsins. Hjalta var bent á að Þjóðverjar kynnu að álíta að húsið væri strandvirki og myndu skjóta það niður. Hjalti var óhræddur við slíkt og byggði húsið á eigin ábyrgð. Styrjöldinni lauk hins vegar án þess að Hjaltabakki væri sprengdur.

Hjalti var sjómaður, verksmiðjumaður og  verslunarstjóri. Þórhildur gengdi mörgum störfum m.a. var hún í þjónustustörfum og seinna meir vann hún úr ull en var aðallega húsmóðir, enda áttu þau hjónin alls 11 börn og þurfti því allir að leggjast á eitt og var mikið um að vera á einu heimili. Á Hjaltabakka voru einnig skepnur s.s. eins og kindur, kýr og hænur. Hjónin fluttu frá Hjaltabakka 1968 og tóku þá aðrir ábúendur við. Árið 1992 var Hjaltibakki brenndur.

Hjalti lagði mikla unun við kveðskap og samdi meðal annars þessa vísu um farfuglana á förum:

Þrösturinn fer og þreytir flug,
þakkar kynninguna.
Kveður nú með heilum hug
og heiðrar minninguna.