Gisting og veitingar
Gisting á Raufarhöfn
Hótel Norðurljós - sími 4651233 - netfang info@hotelnordurljos.is
Hótelið er staðsett við hafnarbakkann, þaðan sést yfir alla höfnina og yfir á Höfðann. Útsýnið er einstakt. Á Hótelinu eru 15 tveggja manna herbergi með böðum, góð setustofa, veitingasalur fyrir 80-90 manns og bar.
Hér má sjá heimasíðu hótelsins Hér má sjá facebook síðu hótelsins
Gistiheimilið Hreiðrið - sími 782 9930 - netfang info@nesthouse.is
Hreiðrið er hlýlegt gistihús. Uppbúin rúm í eins til fjögurra manna herbergjum. Sameiginlegar snyrtingar með sturtum. Á báðum hæðum er góð eldhúsaðstaða og setustofa með sjónvarpi. Einnig er boðið uppá fjögurra manna fjölskylduíbúð. Húsið rúmar 30 manns. Góð aðstaða fyrir hópa.
Hér má sjá heimasíðu Hreiðursins Hér má sjá facebook síðu Hreiðursins
Tjaldstæðið á Raufarhöfn- sími 782 9930 agverk54@gmail.com
Tjaldsvæðið er staðsett við grunnskólann og íþróttamiðstöð bæjarins. Þjónustuhús með vaski, salerni og sturtu er á staðnum. Tjaldsvæðið er skemmtilega byggt í skeifu sem umliggur svæðið og því einstaklega skjólsælt.
Hér má sjá facebook síðu tjaldstæðisins
Heimagisting er einnig í boði á og við Raufarhöfn
Hér má sjá bókunarsíðu fyrir íbúðina að Aðalbraut 41B
Hér má sjá bókunarsíðu fyrir íbúðina að Aðalbraut 29
Hér má sjá bókunarsíðu fyrir sumarhúsið Mylluna
Veitingar á Raufarhöfn
Kaupfélagið - sími 8540202 - netfang klif11947@gmail.com
Veitingarhús, kaffihús og gallerí allt á sama stað. Veitingarsalurinn er einkar vinalegur og rúmgóður og rúmar allt að 60 í sæti. Boðið er uppá aðstöðu fyrir fundi og ráðstefnur.
Hér má sjá facebook síðu Kaupfélagsins
Hótel Norðurljós - sími 4651233 - netfang info@hotelnordurljos.is
Veitingasalurinn snýr að höfninni, framan við hann er pallur sem nær yfir hafnarbakkann, þar sem gestir geta setið úti við á góðviðrisdögum notið þeirrar fegurðar er auganu mætir. Á matseðlinum er lögð mikil áhersla á fisk sem og lambakjötið sem alltaf er í sérflokki.
Hér má sjá heimasíðu hótelsins
Hér má sjá facebook síðu hótelsins