Óskarsstöðin
Óskarsstöðin, einnig kölluð Óla-Óskarsstöðin var eitt af 11 síldarplönum sem starfrækt voru á síldarárunum á Raufarhöfn. Óskarsstöðins stóð sunnan við Norðursíld og norðan við planið Óðinn. Óskarsstöðin reis árið 1950 og hóf starfsemi sama ár. Fyrirtækið var í eigu þeirra feðga Óskars Halldórssonar og Ólafs sonar hans og hafði einkennisstafina ZZ. Bátar fyrirtækisins voru einnig merktir með einkennisstöfunum.
Tvær stúlkur eru að ganga frá tunnum fyrir lokun. Ofan á hverja tunnu var settur hringur – þessi græni á myndinni – sem saltað var í. Næsta sólarhringinn seig í tunnunni sem nam þeirri síld sem í hringnum var. Þá þurfti að jafna í tunnunum og snúa efsta laginu. Botn tunnunnar var merktur viðkomandi stöð. Nafnið eða merkið var skorið út í þunna járnplötu – hún lögð á botninn og svörtum lit strokið yfir með skóbursta. Þegar platan var fjarlægð stóð merkingin eftir á tunnubotninum.
Ljósm.: Úr myndasafni Jónasar Hreinssonar.
Óskarsstöðin started its operation in 1950, and it was one of 11 herring production plants during the herring years in Raufarhöfn. The company was owned by father and son Óskar Halldórsson and Ólafur Óskarsson, and it had the marking code ZZ.
From a collection of Jónas Hreinsson.