Fara í efni

Fuglarnir á Kotártjörninni

Endur

Buslendur (Anatini) eru algengar í íslenskri fuglafánu. Sú þekktasta er eflaust stokkönd (Anas platyrhinchos) sem er geysilega útbreidd. Aðrar buslendur sem verpa á Íslandi eru meðal annars rauðhöfðaönd (Anas penelope), urtönd (Anas crecca) og grafönd (Anas acuta). Af þeim sjö deildum sem taldar eru upp hér að framan tilheyra flestar tegundir buslöndum eða tæplega 50. Nokkrar þessara tegunda eiga sér varpheimkynni um allt norðuhvel jarðar, svo sem rauðhöfðaönd og taumönd (Anas querquedula).