„Ertu heima ?“
Eftir langan vinnudag ertu á heimleið. Þú gengur upp að útidyrahurðinni og þú byrjar strax að finna fyrir tilfinningu sem ekki er hægt að útskýra eða koma fingri á. Þú ert um það bil að koma heim! Koma heim á staðinn þinn. Heima finnur þú þitt öryggi, huggun og harma. Umfram allt er þetta heimilið þitt! Heimili á að vera eins og þú kýst að hafa það. Þú hefur það frelsi sem þarft til að láta þér líða vel inná þínu heimili. Heimili er kallað heimili af ástæðu.
Samfélagið og sveitarfélagið sem við búum í er í raun stækkuð mynd af heimili þínu. Samfélagið á fyrst og fremst að uppfylla okkar grunnþarfir. En samfélagið á einnig að veita einstaklingnum það frelsi sem þarf svo að hann fái að lifa,dafna og leika sér.
Finnurðu það öryggi á þínu heimili sem til þarf svo að þér líði vel ? Er þitt heimili eins og þú villt hafa það ? .
Eins og flestir ættu að vita þá styttist í sveitastjórnarkosningar. Málefnin eru mörg og skoðanirnar eru misjafnar. S-listinn gengur til þeirra kosninga með það fyrir augum að taka á málunum eins og staðan er í dag. Það liðna er liðið og því verður ekki breytt. En framtíðin í okkar höndum.
Ég gæti tekið lokaorðin í að lofa gulli og grænum skógum en ég kýs að gera það ekki. Okkar loforð fyrir komandi kosningar heiðarleiki og hreinskilni. Um okkar heimili munu leika ferskir vindar og frjóar hugsanir. Sjáum tækifærin en ekki takmarkanirnar. Setjum x við S
Kjartan Páll Þórarinsson skipar 2.sæti á lista Samfylkingar og annars félagshyggjufólks.