Fara í efni

Árshátíð og afmæli Grunnskóla Raufarhafnar

Sýnt verður leikritið Galdrakarlinn í Oz í félagsheimilinu Hnitbjörgum föstudaginn 30. maí kl. 19:00 

 Miðaverð er:

2.300 krónur fyrir fullorðna

1.300 krónur  fyrir börn á grunnskólaaldri

frítt fyrir leikskólabörn og leikara.

 Innifalið í verði eru kaffiveitingar sem verða í boði eftir eftir sýningu


Afmælishátíð í Grunnskóla Raufarhafnar

Grunnskóli Raufarhafnar hefur verið rekinn í núverandi húsnæði frá árinu 1964 og ætla starfsfólk og nemendur að fagna 50 ára afmæli skólans laugardaginn 31. maí og bjóða gesti og gangandi hjartanlega velkomna frá kl. 11:00 – 13:00

Til sýnis verða ljósmyndir frá liðnum árum, auk ýmissa muna og verka fyrrverandi og núverandi nemenda skólans.

Fyrrverandi skólastjórar verða með erindi og sögur tengdar skólastarfinu hér á árum áður.

Tónlistaratriði á marimba hljóðfæri verða flutt af nemendum skólans.

Gestum er boðið að þiggja kaffiveitingar í skólanum að dagskrá lokinni.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Starfsfólk og nemendur Grunnskóla Raufarhafnar.