Fara í efni

Ásbyrgismót UNÞ






Föstudagur
Kl. 20:00 Fótbolti (11-12 ára)
Fótbolti, unglingaflokkur (13-16 ára)
Verðlaunaafhending að lokinni keppni.

Laugardagur
Kl. 10:00 Fótbolti (10 ára og yngri)
Verðlaunaafhending að lokinni keppni
Kl. 12:00 Friðarhlaup
               Frjálsíþróttakeppni hefst strax að loknu friðarhlaupi
Kl. 17:30 Landverðir í Ásbyrgi með ratleik. Kl. 18:30 Sameiginlegt grill orðið heitt.
Kl. 20:00 Kvöldvaka. Hoppukastalar, dregið í happadrættinu og fl.

Sunnudagur
Kl. 11:00 Frjálsíþróttakeppni hefst.
Verðlaunaafhending fyrir frjálsar – mótslit

Mótsnefnd vill vekja athygli á þeirri breytingu sem var gerð árið 2012 með verðlaunaafhendingu fyrir 10 ára og yngri að það eru ekki veitt sérstök verðlaun fyrir efstu sætin heldur fá allir þátttakendur viðurkenningu og gildir það sama fyrir fótbolta hjá 10 ára og yngri. Þetta er gert að tilstuðlan Í.S.Í.
Önnur breyting var gerð 2013 að 10 ára og yngri að ekki keppa í kúluvarpi heldur í boltakasti.
Í fyrra var boðið upp á 60 metra hlaup fyrir 5 ára og yngri og verður það aftur gert núna.
Í ár verða einnig veittar viðurkenningar til stigahæstu einstaklinga (stúlkna og drengja) í hverjum aldursflokki fyrir sig, þ.e. 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17-18 ára.

Það verður ekki sjoppa á svæðinu. Ásbyrgisnefnd vill vekja sérstaka athygli á og beina því til foreldra, forráðamanna og unglinga að þetta er íþróttamót og meðferð ÁFENGIS er ekki leyfð á mótsstað og þeir sem ekki virða það verður vísað af svæðinu.

ATHUGIÐ að ró skal vera komin á svæðið kl. 24:00 svo að ungir keppendur og aðrir fái frið og góðan nætursvefn. Einnig bendum við HUNDAEIGENDUM á að skilja hundana eftir heima.


Aldursflokkar sem keppa í frjálsum:
Hnokkar og tátur 10 ára og yngri.
Strákar og stelpur 11 – 12 ára.
Piltar og telpur 13 – 14 ára.
Sveinar og meyjar 15 – 16 ára.
Unglingar 17 – 18 ára
Konur yngri: 30 – 39 ára.
Konur eldri: 40 ára og eldri.
Karlar yngri: 35 – 44 ára.
Karlar eldri: 45 ára og eldri.

Athugið að fæðingarár gildir

Happdrætti verður á svæðinu eins og í fyrra og rennur allur ágóði af því til reksturs mótsins. Þrátt fyrir marga góða styrktaraðila vantar eitthvað uppá að mótið beri sig og er þessi leið farin í fjáröflun svo ekki þurfi að innheimta þátttökugjöld. Ekki verður posi á staðnum.

Á laugardag munu hlauparar í Friðarhlaupinu koma í Ásbyrgi og hlaupa hring á íþróttavellinum með friðarkyndilinn og býðst gestum að taka þátt í þessum alþjóðlega viðburði. Sjá nánar um friðarhlaupið á http://www.peacerun.org/is/

Keppnisgreinar í frjálsum:

5 ára og yngri 60 m hlaup
Hnokkar og tátur 10 ára og yngri. 60 m hlaup, langstökk, boltakast og 600 m hlaup
Strákar og stelpur 11 – 12 ára. 100 m hlaup, langstökk, kúluvarp og 800 m hlaup
Piltar og telpur 13 – 14 ára. 100 m hlaup, langstökk, kúluvarp og 800 m hlaup
Sveinar og meyjar 15 – 16 ára. 100 m hlaup, langstökk, kúluvarp, spjótkast, kringlukast og 800 m hlaup
Unglingar 17 – 18 ára 100 m hlaup, langstökk, kúluvarp, spjótkast, kringlukast og 800 m hlaup
Konur yngri: 30 – 39 ára. 100 m hlaup, langstökk, kúluvarp, spjótkast og kringlukast
Konur eldri: 40 ára og eldri. 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, spjótkast og kringlukast
Karlar yngri: 35 – 44 ára. 100 m hlaup, langstökk, kúluvarp, spjótkast og kringlukast
Karlar eldri: 45 ára og eldri 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, spjótkast og kringlukast

Athugið að 13 – 14 ára mega keppa upp fyrir sig í spjótkasti og kringlukasti.