Fara í efni

Bjarni Ómar og Halldór á Félaganum


Bjarni Ómar og Halldór Þórólfsson úr hljómsveitinni Kokkteil hita upp fyrir hið stórkostlega þorrablót Raufarhafnar og verða á Félaganum föstudagskvöldið 8. febrúar.

Húsið opnar klukkan 22:00 og þeir félagar byrja að keyra fjörið upp úr því. Líf og fjör með slögurum úr gamla ballprógramminu.

Aðgangseyrir 1800 kr. og posinn verður klár í miðasölunni.

                                        Sjáumst hress.