Bóksalinn leiðir listann
Friðrik Sigurðsson, bæjarfulltrúi og bóksali á Húsavík, mun leiða lista Sjálfstæðisfélagana í Norðurþingi á komandi kjörtímabili.
Listinn var samþykktur á þremur vel sóttum fundum sem haldnir voru á Húsavík, Öxarfirði og Raufarhöfn í dag. Listann skipa níu konur og níu karla og er hann fléttulisti.
Í öðru sæti er Olga Gísladóttir, gæðastjóri og bæjarfulltrúi. Þriðja sæti skipar Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri og formaður Húsavíkurstofu og í fjórða sæti er Erna Björnsdóttir lyfjafræðingur.
"Ég er gríðarlega ánægður með að fá það tækifæri að leiða þennan öfluga lista í komandi kosningum. Fólkið sem er á listanum er ákaflega góður hópur og ég spenntur fyrir því að takast á við þau miklu verkefni sem framundan eru í Norðurþingi," segir Friðrik.
Sveitarstjórnarkosningarnar fara fram þann 31. maí 2014.
1. Friðrik Sigurðsson, bóksali og bæjarfulltrúi
2. Olga Gísladóttir, bæjarfulltrúi
3. Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri og formaður Húsavíkurstofu
4. Erna Björnsdóttir, lyfjafræðingur
5. Áki Hauksson, rafvirki
6. Þóra Kristín Sigurðardóttir, nemi
7. Jón Ketilsson, stýrimaður
8. Karólína Kr Gunnlaugsdóttir, nemi
9. Stefán Jón Sigurgeirsson, viðskiptafræðingur
10. Jóhanna S. Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður HSÞ
11. Friðgeir Gunnarsson, fiskvinnslumaður
12. Kristrún Ýr Einarsdóttir, aðstoðarrekstrarstjóri Gamla Bauks
13. Arnar Guðmundsson, rafvirki
14. Kasia Cieslukowska, verslunarkona
15. Hjalti Hálfdánarson, skipstjóri
16. Kathleen Hafdís Jensen, húsmóðir
17. Katrín Eymundsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi
18. Jón Helgi Björnsson, bæjarfulltrúi