Fara í efni

Bólusetning gegn mislingum í Þingeyjarsýslum

Áhersla er nú lögð á að bólusetja forgangshópa:

  1. Óbólusett börn á aldrinum 12 mánaða til 18 ára
  2. Einstaklinga sem eru fæddir eftir 1. janúar 1970 og hafa hvorki fengið mislinga né bólusetningu.

 Samkvæmt fyrirmælum sóttvarnarlæknis verður að þessu sinni ekki boðið upp á bólusetningu fyrir börn 6-12 mánaða, óháð því hvort ferðalög séu fyrir höndum nema í þeim undantekningartilfellum ef ferðast er til landa þar sem tíðni mislinga er há (Madagaskar, Úkraína, Indland, Brasilía, Filipseyjar, Venesúela, Taíland, Pakistan, Yemen og Ísrael ). En þá þarf endurbólusetningu við 18 mánaða aldur.

 Börn sem eru með sögu um eina bólusetningu eru ekki í forgangi. Hægt verður að bjóða þeim bólusetningu síðar.

Eins og áður hefur verið eru þeir einstaklingar einnig í forgangi sem útsettir hafa verið fyrir mislingasmiti ásamt þeirra nánasta umgangshópi.

 
Einstaklingar á leið til útlanda eru ekki í forgangshópi nema í þeim undantekningum ef fólk er á leið til Madagaskar, Úkraínu, Indlands, Brasilíu, Filipseyja, Venesúela, Taílands, Pakistan, Yemen og Ísraels.

Með ofangreindum tilmælum er ekki verið að breyta almennum bólusetningum á Íslandi. Reglubundnar bólusetningar gegn mislingum eru áfram við 18 mánaða aldur og seinni sprauta við 12 ára aldur.

Ekki má bólusetja barnshafandi konur eða ónæmisbælda með MMR. Rétt er að árétta að staðfest eggjaofnæmi er ekki frábending gegn bólusetningu nema ef viðkomandi er með sögu um lífshættuleg ofnæmisviðbrögð.

Algengar spurningar

Hvernig veit ég hvort ég hafi fengið bólusetningu?

  1. Þeir sem eru fæddir eftir 1975 eru líklegast bólusettir nema foreldrar þeirra hafi hafnað bólusetningu.
  2. Allir fengu bólusetningarskírteini sem oft eru til í fórum foreldra þeirra. Ef bólusetning er skráð í kringum 12 ára aldur er það líklegast mislingabóluseting.
  3. Hægt er að sjá bólusetningar sem gefnar voru eftir að farið var að skrá bólusetningar í rafrænan bólusetningagrunn inn á mínum síðum Heilsuvera.is eða á island.is
  4. Þeir sem ekki eru vissir með þetta geta fengið bólusetningu. nánar hér