Fara í efni

Dagskrá sólstöðuhátíðarinnar á Kópaskeri 19. - 21. júní 2015

 

     

 

Sólstöðuhátíðin á Kópaskeri ! 

Helgina 19. – 21. júní 2015

Föstudagur: 19. júní

Kl. 11:00 - 18:00  Myndlistarsýningin: beggja skauta byr mun braggast á sólstöðum um helgina.

Kl. 19:00 - 20:00  Kjötsúpukvöld við Skólahúsið.  Kvenfélagið Stjarnan býður upp á kjötsúpu í tilefni af 90 ára    afmæli félagsins.   

Kl. 20:30    Tónleikar í Skólahúsinu , Karlakórinn Gamlir Fóstbræður.

Kl. 22:00    Active North.  Hjólaferð frá Kópaskeri  út á Melrakkasléttu. Uppl. í síma 858-7080.

Kl. 23:00    Sólstöðuganga á vegum Ferðafélagsins Norðurslóðar.  Að þessu sinni verður gengið á Rauðanúp á Melrakkasléttu. Lagt verður af stað frá Núpskötlu  og tekur gangan upp u.þ.b. eina klst. Fararstjóri verður Kristbjörg Sigurðardóttir.

 

Laugardagur: 20. júní

Kl. 10:00    Sólstöðumót Feykis verður í Eyjadal í Ásbyrgi.

Kl. 11:00 - 18:00  Myndlistarsýningin: beggja skauta byr mun braggast á sólstöðum um helgina.   

Kl. 11:30 - 14:00  „ Heima er þar sem ég halla mér“.
                               Leiksýning í rútu frá Kópaskeri - Raufarhöfn - Kópaskers. Þátttaka er frí.

Kl. 13:00 - 16:00  Bátar, leiktæki og fleira við Klifatjörn. 

Kl. 15:00 - 16:00  Söguganga um Kópasker. Lagt af stað frá Skólahúsinu/Skjálftasetrinu.

Kl. 14:00 - 17:00  Fatasala Rauða krossins í Þingeyjarsýslum.

Kl. 13:00 - 16:00  Skottsala við búðina. Íbúar eru hvattir til að taka þátt og selja hluti úr skotti.

Kl. 14:00 - 16:30  Sólstöðukaffisala Kvenfélagsins Stjörnunnar í Stóru Mörk . Posi á staðnum.

Kl. 14:00 - 16:30  Handverkssýning eldri borgara í Stóru Mörk.

Kl. 17:15 - 18:45  Sólstöðutónleikar í Skólahúsinu á vegum Flygilvina.
                                              Reynir Gunnarsson og Daníel Þorsteinsson

Kl. 19:00 - 21:00  Boðið upp á veislumáltíð í Fjallalambi gegn vægu verði.

Kl. 22:00 - 03:00  Dansleikur í Pakkhúsinu með Hljómsveitinni Legó.

 

Sunnudagur: 21. júní

Kl. 11:00 - 12:00  Helgistund við Snartarstaðarkirkju.

Kl. 13:00 - 14:00  Ganga með hunda út að vita. Farastjóri Inga Sigurðardóttir.

Kl. 13:30 - 15:30  Gengið verður  um Kópaskersmisgengið/sigdalinn. Mæting við Skólahúsið.

Kl. 20:00   Active North. Hesta- / hellaferð um Kelduhverfi. Uppl. í síma 858-7080.

Kl. 13:00 - 17:00  Opið á Byggðasafninu og Skjálftasetrinu alla daga.

Braggasýningin Yst í Öxarfirði verður framvegis einungis í tengslum við Sólstöðuhátíðina á Kópaskeri. Nú dagana 19. - 21. júní frá kl. 11:00 - 18:00. Hjartanlega velkomin - ókeypis inn . Yst             

Íbúar eru hvattir til að skreyta í sólstöðulitum, ýmislegt til í Skerjakollu, búðinni á Skerinu.               

                                                                          Sólstöðuhátíðarnefnd