Grunnskóli Raufarhafnar auglýsir
22.03.2018
Raufarhöfn
Grunnskóli Raufarhafnar auglýsir eftir matráði í 55% stöðu. Í starfinu felst að sjá um morgunverð og hádegisverð fyrir nemendur og starfsfólk, 4 daga vikunnar. Einnig innkaup fyrir mötuneyti og þrif í og við mötuneytið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. maí n.k. Vinnutími í júní og ágúst er afar sveigjanlegur.
Umsóknarfrestur í stöðu matráðs er til 31. mars 2018.
Einnig leitum við að leikskólakennara í fullt starf frá og með 7. ágúst. Viðkomandi þarf að vera barngóður, sveigjanlegur, hæfur í samskiptum og tala góða íslensku.
Umsóknarfrestur í stöðu leikskólakennara er til 15. maí 2018.
Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn grunn- og leikskóli með 20 nemendur þar sem verið er að innleiða uppeldisstefnuna Jákvæður agi. Skólinn nýtur mikils stuðning frá samfélaginu og leggjum við áherslu á samvinnu sem og jákvæðni.
Upplýsingar veitir Birna Björnsdóttir skólastjóri í síma 893-4698 og einnig má senda tölvupóst á netfangið birna@raufarhafnarskoli.is