Fara í efni

Ferðaþjónustuaðilar athugið! TAKTU ÞÁTT Í ÞRÓUN Á UPPLIFUNUM Í APRÍL MEÐ BLUE SAIL!

Í apríl verða haldnar vinnustofur með breska ráðgjafafyrirtækinu Blue Sail. Skráning fer fram á heimasíðu MN og hefst þriðjudaginn 27. Mars. Við viljum þróa það besta sem völ er á þegar kemur að upplifun ferðamanna, þar á meðal þeim sem tengjast mat og matargerð.

Skráning fer fram hér að neðan .

https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/acw/skraning

Við viljum fá þig til þess að taka hafa áhrif á Arctic Coast Way með því að taka þátt í þessum vinnistofum, sem verða bæði áhugaverðar og skemmtilegar. Markmiðið er að sjálfsögðu það að fá fleiri gesti á það svæði Arctic Coast Way sem þú tilheyrir og að þróa þær upplifanir sem eru í boði fyrir ferðamenn.

Þróun á upplifunum hjálpar ferðaþjónustufyrirtækjum að:

  • Taka þátt í því nýjasta sem er gerast í ferðaþjónstu á heimsvísu
  • Laða að ferðamenn sem eru meira menntaðir og meðvitaðir um þau samfélögin, menninguna og umhverfið þar sem þeir ferðast.
  • Auka sýnileika sinn á alþjóðamörkuðum og sýna fram á að þeir bjóða upp á það allra nýjasta og vinsælasta sem í boði er.
  • Styrkja ímynd sína, bæði vörumerkisins en einnig áfangastaðarins.

Lykilspurningarnar eru:

  • Við erum öðruvísi en aðrir – en afhverju?
    • Hvað er það sem er einstakt hér og ekki er hægt að gera annarsstaðar?
    • Hvernig gefum við gestum okkar tækifæri til að kynnast hversdagslífinu og upplifa það beint í æð??
    • Hvernig getum við unnið betur saman? Með hverjum getum við starfað, búið til pakka og skapað fleiri einstakar upplifanir?

Afhverju að gera þetta í samvinnu fyrir Arctic Coast Way?

  • Það er það sem er vinsælast á erlendum mörkuðum.
  • Það laðar að gesti og hvetur þá til að velja áfangastaðinn en ekki bara fyrirtækin.
  • Það hvetur gesti til þess að vera lengur á svæðinu og kaupa meira af þjónustu.
  • Það styður við sjálfbæra þróun.
  • Það setur áherslu á upplifanir sem eru ekki endilega vinsælastar
  • Það býr til hvata til þess að ferðast utan hánnatíma

Tímasetningarnar fyrir vinnustofurnar eru:

24.04.2018 Sauðárkrókur; 14.00-17.30

25.04.2018 Akureyri; 14.00-17.30

26.04.2018 Ásbyrgi; 14.00-17.30


Þátttökugjald: 2000 krónur á mann/p

Fyrir meiri upplýsingar um þróun á upplifunum, er bent á heimasíðu Markaðsstofunnar. Sérstaklega er fjallað um þennan hluta verkefnisins í Þriðju skýrslu sem hægt er að finna á þessari slóð:

https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/acw

Hlökkum til að sjá þig í apríl!