Fiskmóttaka fyrir og um Páskahelgina
Um móttöku á fiski fyrir og um páskahelgi.
Fiskmóttaka veður sem hér segir:
Miðvikudag 16.apríl frá klukkan 08:00-19:00. Ekki tekið á móti óslægðum fiski eftir lokun markaðar klukkan 12:00 á hádegi.
Fimmtudagur 17.apríl Skírdagur, frá klukkan 13:00-17:00. En þá aðeins slægðum fiski.
Föstudaginn langa 18.apríl. Lokað
Laugardagur 19.apríl. Ekki verður tekið á móti óslægðum fiski þann dag en annars tekið á móti slægðum og ísuðum fiski frá klukkan 13:00-17:00.
Sunnudagur 20.apríl páskadagur. Lokað
Mánudagur 21.apríl. Annar í páskum. Frá klukkan 13:00-17:00.
Um móttöku á grásleppu.
Um grásleppu gilda sömu reglur og að framan greinir um annan fisk að öðru leyti en því að tekið verður á móti skorinni jafns sem óskorinni grásleppu allan auglýstan opnunartíma.
Þess má svo að lokum gera að Fiskmarkaðir verða lokaðir frá miðvikudegi 16.apríl til þriðjudagsins 22.apríl. Sá fiskur sem landað verður á markað efir lokun uppboðs 16.apríl mun óhjákvæmilega daga uppi í geymslum fram yfir páska. Sé hann óslægður mun hann þá verða boðinn upp slíkur en þá 6 daga gamall.
Fh. GPG fiskverkun á Raufarhöfn
Viðar Friðgeirsson