Fréttir frá skólabörnum-FER og Grunnskóli Raufarhafnar, samvinnuverkefni
Í vetur vorum við í samstarfi við Félag eldri borgara á Raufarhöfn, FER. Oftast fórum við til þeirra í Breiðablik en stundum komu þau til okkar.
Í fyrsta skipti sem við fórum þangað bjuggum við til mosaíkplatta, síðan fórum við að spila og fengum síðan hressingu. Næst þegar við fórum voru þau að segja okkur frá Breiðabliki, síðan sögðum við þeim frá verkefninu okkar, Heimabyggðin mín. Við vorum með nokkrar spurningar til þeirra um staðina sem við ætluðum að skoða betur. Næst voru eldri borgarar að kenna okkur spil og við kenndum þeim líka spil og síðan fengum við okkur hressingu.
Næst komu eldri borgarar til okkar við fórum í boccia.
Í boccia eru tveir litir á kúlunum og ein hvít kúla. Síðan eru tvö lið og sá sem nær að rúlla kúlunni næst hvítu kúlunni vinnur. Föstudaginn 25. mars komu eldri borgarar í skólann og fóru í skák við okkur. Síðan fór Siggi Dan í fjöltefli við okkur og rústaði okkur öllum. Okkur fannst þetta rosa skemmtilegt og taflið og boccia skemmtilegast.
Dilla steikti vöfflur og bauð okkur, því að alþjóðlegi vöffludagurinn var þennan dag. Við buðum upp á krækiberjahlaupið okkar.
Fréttaritarar: Jón Árni, Aron Þórólfur, Björn Grétar, Höskuldur Breki, Sigrún Helga og Viktoría