Fréttir frá skólabörnum- krakkarnir hafa áhrif á bæinn
Á skólaslitum Grunnskóla Raufarhafnar 30. maí síðastliðinn afhentu börnin fréttabréf sem þau hafa sjálf unnið um verkefni vetrarins.
Fréttirnar eru alfarið unnar af börnunum sjálfum og greinilegt að hér eru góðir pennar á ferð.
Fréttirnar verða birtar hér raufarhofn.is á næstu dögum.
Í vetur gerðum við verkefni sem við erum þakklát fyrir. Þetta var verkefni sem við völdum okkur var viðfangsefni sem við vildum fræðast meira um. Við völdum að kynna okkur betur Gamla skólann, Faxahöll, Heimskautsgerðið og sprengjuna sem féll við Höskuldarnes. Við bjuggum svo til líkön.
Við gerðum líka verkefni um hvað má betur fara og hvað við erum þakklát fyrir á Raufarhöfn. Það sem okkur fannst mega betur fara er t.d. að laga bryggjuna og búa til gat þar sem hægt er að dorga án þess að hætta sé á ferð. Krakkarnir fái að mála vegginn í sundlauginni til að lífga upp á sundlaugina og að veggirnir í búningsklefunum yrðu málaðir. Að klifurveggurinn í íþróttahúsinu verði lagaður og mála ruslatunnur sem hanga í þorpinu. Netin á sparkvellinum yrðu löguð og körfuboltakörfurnar á skólalóð.
Við erum þakklát fyrir skólann okkar, að hafa fengið að mála norðurvegginn í Kaupfélaginu, frábært að hafa sundlaug, folfvöllinn, búðina og Heimskauts-gerðið.
Það sem við erum mest ánægð með er að við erum að hafa jákvæð áhrif á bæinn. Sumar af okkar hugmyndum er byrjað að framkvæma. Nú þegar hefur Rixi lagað mörkin á sparkvellinum og von er á að fá ný körfuboltaspjöld.
Við fengum að mála ruslatunnurnar sem er mjög skemmtilegt, við erum að verða búin með þær.
Fréttaritarar: Jón Árni, Aron Þórólfur, Björn Grétar, Höskuldur Breki, Sigrún Helga og Viktoría