Fugla- og náttúruskoðunarskýli sett upp rétt norðan við Höskuldarnes.
16.05.2019
Tilkynningar
Á dögunum var sett upp fugla- og náttúruskoðunarskýli í landi Höskuldarnes rétt norðan við Raufarhöfn. Vonir standa til að fleiri slík hús verði sett uppá Melrakkasléttu á næstu árum. Það er Fuglastígur og Norðurþing sem eiga veg og vanda af húsinu sem og tveimur öðrum húsum sem staðsett eru annarsvegar við Kópasker og hins vegar við Kaldbakstjarnir á Húsavík. Verkefnið er styrkt af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Hér má sjá nánari upplýsingar um fuglastíg
Náttúrufegurð á svæðinu er einstök, fjölskrúðugt fuglalíf, og því tilvalið að grípa með sér kaffibrúsa og með því og njóta góðrar stundar í kyrrðinni.