Fara í efni

Grunnskóli Raufarhafnar 50 ára!

Grunnskóli Raufarhafnar 50 ára

Grunnskóli Raufarhafnar hefur verið rekinn í núverandi  húsnæði frá árinu 1964 og ætla starfsfólk og nemendur að fagna 50 ára afmæli skólans í vor.

Hátíðin, afmælisdagskráin, hefst með árshátíðarleiksýningu grunnskólabarna  föstudaginn 30. maí.


Opið hús verður í Grunnskólanum laugardaginn 31. maí. Þar verða ljósmyndir frá liðnum árum til sýnis, auk ýmissa muna og verka nemenda skólans.

Sjómannadagurinn verður einnig haldinn hátíðlegur þennan sama dag.

Þeir sem eiga í fórum sínum myndir tengdar skólastarfi á Raufarhöfn; úr skólaferðalögum, af sundnámskeiðum, gamlar myndir, eða bara hvað sem er, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Fridu Elisabeth Jörgensen á netfangið: frida@raufarhofn.is. Einnig eru skemmtilegar sögur tengdar skólanum vel þegnar.

Dagskráin verður nánar auglýst síðar.

Takið daginn frá.

Starfsfólk og nemendur Grunnskóla Raufarhafnar